Reykjavík græna borgin í Evrópu 2012?

Reykjavíkurborg sækist eftir því að vera tilnefnd Græna borgin í Evrópu. Viðurkenningin er aðeins veitt borgum sem hafa sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, fylgt þeim vel eftir og verið öðrum góð fyrirmynd. Borgir sem helst koma til greina eru metnar út frá nokkrum mælikvörðum, m.a. loftlagsmálum, samgöngum, grænum svæðum, loftgæðum, hávaða, úrgangsstjórnun og vatnsnotkun. Stokkhólmur mun fyrst borga bera titilinn Græn borg í Evrópu fyrir árið 2010 og Hamborg verður Græna borgin árið 2011, sjá nánar hér.

Alta aðstoðaði við gerð umsóknar og var það mál manna að ferlið hefði verið afar lærdómsríkt og upplýsingum var safnað sem gangast munu í framtíðinni við frekara umhverfisstarf Reykjavíkurborgar.

Ríkiskaup semja um rekstrarráðgjöf

Ríkiskaup og Alta hafa frá 25. janúar 2010 gert með sér rammasamning um kaup ríkisins á rekstrarráðgjöf frá ráðgjöfum Alta. Samningurinn styrkir samstarf á milli Alta og ríkisstofnana og hlökkum við til að takast á við þá áskorun sem samningurinn felur í sér.

Landupplýsingar sveitarfélaga

Alta aðstoðaði Landmælingar Íslands við að kanna stöðu landupplýsinga hjá sveitarfélögum vegna innleiðingar INSPIRE áætlunar Evrópusambandsins. Könnunin fór fram haustið 2009 í góðu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga. Útbúið var vefviðmót þar sem skipulagsfulltrúar sveitarfélaganna gátu slegið inn svör á einfaldan hátt. Í sumum smærri sveitarfélögum svöruðu sveitarstjórar.

Af svörum má ráða að INSPIRE áætlunin sé ekki vel þekkt meðal sveitarfélaga enda nýta mörg þeirra landupplýsingar í mjög takmörkuðum mæli, einkum þau smærri. Yfirleitt er meðferð landupplýsinga á höndum ráðgjafa sem fást við tiltekna þætti, t.d. grunnkerfi eða skipulag. Stærri sveitarfélögin standa betur að vígi og hafa ítarlegri upplýsingar þrátt fyrir lægri kostnað á hvern íbúa.

Skýrsluna má nálgast hér.

Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs staðfest

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra staðfesti Aðalskipulag Fljótsdalshéraðs þann 21. desember 2009 en vinna við skipulagið hófst vorið 2007. Þetta er fyrsta aðalskipulag sveitarfélagsins eftir að það varð til við sameiningu Austur-Héraðs, Fellahrepps og Norður-Héraðs, árið 2004. Aðalskipulagið er byggt á góðri samvinnu við íbúa, því þar er mótuð stefna fyrir samfélag þeirra, byggð á sérstöðu og auðlindum sveitarfélagsins. Grunnur að samvinnu við íbúa var lagður á Héraðsþingi 2005 en þar var framtíð sveitarfélagsins rædd.

Lesa meira...

Hafnarsamkeppnin: Graeme Massie og Alta í 1. sæti

rhofn-250-001.jpgVerðlaun voru veitt í samkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík föstudaginn 11. desember. Tillaga Graeme Massie og Alta varð í fyrsta sæti. Í umsókn dómnefndar segir m.a.:

Höfundar setja fram kraftmikla, myndræna og formfasta tillögu sem við nánari skoðun rúmar mikinn sveigjanleika til aðlögunar við núverandi byggð og skipulagshugmyndir. Lögð er áhersla á að göng undir hafnarmynnið losi umferð frá Geirsgötu / Mýrargötu þannig að miðbærinn fái að „fljóta“ niður að hafnarsvæðinu. Með því ná höfundar að uppfylla annað af meginmarkmiðum samkeppninnar – að styrkja tengsl miðbæjar og hafnar.

Tillögunni er lýst ítarlega á sérstökum vef: http://rhofn.alta.is

Umsögn dómnefndar í heild er að finna hér.

Upp