Hafnarsamkeppnin: Graeme Massie og Alta í 1. sæti

rhofn-250-001.jpgVerðlaun voru veitt í samkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík föstudaginn 11. desember. Tillaga Graeme Massie og Alta varð í fyrsta sæti. Í umsókn dómnefndar segir m.a.:

Höfundar setja fram kraftmikla, myndræna og formfasta tillögu sem við nánari skoðun rúmar mikinn sveigjanleika til aðlögunar við núverandi byggð og skipulagshugmyndir. Lögð er áhersla á að göng undir hafnarmynnið losi umferð frá Geirsgötu / Mýrargötu þannig að miðbærinn fái að „fljóta“ niður að hafnarsvæðinu. Með því ná höfundar að uppfylla annað af meginmarkmiðum samkeppninnar – að styrkja tengsl miðbæjar og hafnar.

Tillögunni er lýst ítarlega á sérstökum vef: http://rhofn.alta.is

Umsögn dómnefndar í heild er að finna hér.

Sjávarfang í sjávarbyggð, hvar liggja tækifærin?

krokar.pngÞann 7. desember 2009 var haldið málþing í Klifi, Snæfellsbæ með yfirskriftinni
Sjávarfang í sjávarbyggð, hvar liggja tækifærin? Fyrir málþinginu stóð Átthagastofa Snæfellsbæjar sem fer með verkefnisstjórn svokallaðs Krókaverkefnis og var málþingið liður í að styðja við þá sjávartengdu vöruþróun sem unnið er að í því verkefni. Málþingið naut stuðnings frá Gáttum, SSV - þróun og ráðgjöf og Snæfellsbæ. Um stjórn málþingsins, umræðna og samantekt niðurstaðna sá Björg Ágústsdóttir hjá ráðgjafarfyrirtækinu ALTA í samvinnu við boðendur málþingsins.

Lesa meira...

Heildarsýn Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs vinnur nú að mótun heildarsýnar, sem byggist á sérstöðu þjóðgarðsins og sjálfbærri nýtingu hans. Markmiðið er að þjóðgarðurinn geti sem fyrst orðið drifkraftur hagvaxtar á svæðinu þar í kring og á landinu öllu innan ramma nauðsynlegrar verndunar. Stjórn þjóðgarðsins hefur fengið Alta til liðs við sig. Mikilvægt skref var stigið þann 17. nóvember þegar haldinn var samráðsfundur með ýmsum hagsmunaaðilum sem þjóðgarðinum tengjast. Mikið efni safnaðist á fundinum og má skoða það allt á sérstökum vef: www.alta.is/vjokull

vjpano1.jpg

Kynning á skipulagstillögu fyrir Sauðárkrók

krokur250.jpgFjölmenni var á íbúafundi um skipulagsmál á Sauðárkróki sem haldinn var mánudaginn 23. nóvember. Á fundinum kynnti ráðgjafarfyrirtækið Alta tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók ásamt rammaskipulagsuppdrætti sem er hugsaður sem leiðbeinandi fyrir deiliskipulagsgerð. Tillögurnar eru ennþá á vinnslustigi en gert er ráð fyrir að tillaga til formlegrar auglýsingar skv. skipulags- og byggingarlögum líti dagsins ljós í byrjun næsta árs.

Lesa meira...

Verkefnisstjórnun vex fiskur um hrygg

Verkefnastjórnun á Íslandi hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, enda hagnýt og öflug aðferðafræði sem beitt er í æ ríkara mæli á ýmsum sviðum mannlegrar athafnasemi. Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) var stofnað árið 1984 í þeim tilgangi að kynna aðferðir verkefnastjórnunar og efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Síðan 1997 hefur VSF vottað íslenska verkefnastjóra samkvæmt alþjóðlegum kröfum, en fylgt er vottunarferli IPMA, sem eru alþjóðleg samtök verkefnastjórnunarfélaga og VSF er aðili að. Á dögunum bættust fleiri vottaðir verkefnastjórar í hópinn. Meðal þeirra er Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Alta, sem fékk afhent skírteini 4. nóvember sl. til staðfestingar á IPMA-vottuninni, C-stigi (Certified Project Manager). Hér má sjá mynd, sem tekin var við þetta tækifæri.

Þess má geta að af þeim 13 einstaklingum sem fengu afhent skírteini að þessu sinni voru 9 einstaklingar útskrifaðir úr MPM-námi (Master of Project Management) verkfræðideildar Háskóla Íslands og er Björg þeirra á meðal.

Upp