Heildarsýn Vatnajökulsþjóðgarðs

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs vinnur nú að mótun heildarsýnar, sem byggist á sérstöðu þjóðgarðsins og sjálfbærri nýtingu hans. Markmiðið er að þjóðgarðurinn geti sem fyrst orðið drifkraftur hagvaxtar á svæðinu þar í kring og á landinu öllu innan ramma nauðsynlegrar verndunar. Stjórn þjóðgarðsins hefur fengið Alta til liðs við sig. Mikilvægt skref var stigið þann 17. nóvember þegar haldinn var samráðsfundur með ýmsum hagsmunaaðilum sem þjóðgarðinum tengjast. Mikið efni safnaðist á fundinum og má skoða það allt á sérstökum vef: www.alta.is/vjokull

vjpano1.jpg

Kynning á skipulagstillögu fyrir Sauðárkrók

krokur250.jpgFjölmenni var á íbúafundi um skipulagsmál á Sauðárkróki sem haldinn var mánudaginn 23. nóvember. Á fundinum kynnti ráðgjafarfyrirtækið Alta tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók ásamt rammaskipulagsuppdrætti sem er hugsaður sem leiðbeinandi fyrir deiliskipulagsgerð. Tillögurnar eru ennþá á vinnslustigi en gert er ráð fyrir að tillaga til formlegrar auglýsingar skv. skipulags- og byggingarlögum líti dagsins ljós í byrjun næsta árs.

Lesa meira...

Verkefnisstjórnun vex fiskur um hrygg

Verkefnastjórnun á Íslandi hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, enda hagnýt og öflug aðferðafræði sem beitt er í æ ríkara mæli á ýmsum sviðum mannlegrar athafnasemi. Verkefnastjórnunarfélag Íslands (VSF) var stofnað árið 1984 í þeim tilgangi að kynna aðferðir verkefnastjórnunar og efla verkefnastjórnun á sem flestum sviðum atvinnulífsins. Síðan 1997 hefur VSF vottað íslenska verkefnastjóra samkvæmt alþjóðlegum kröfum, en fylgt er vottunarferli IPMA, sem eru alþjóðleg samtök verkefnastjórnunarfélaga og VSF er aðili að. Á dögunum bættust fleiri vottaðir verkefnastjórar í hópinn. Meðal þeirra er Björg Ágústsdóttir, ráðgjafi hjá Alta, sem fékk afhent skírteini 4. nóvember sl. til staðfestingar á IPMA-vottuninni, C-stigi (Certified Project Manager). Hér má sjá mynd, sem tekin var við þetta tækifæri.

Þess má geta að af þeim 13 einstaklingum sem fengu afhent skírteini að þessu sinni voru 9 einstaklingar útskrifaðir úr MPM-námi (Master of Project Management) verkfræðideildar Háskóla Íslands og er Björg þeirra á meðal.

Hvernig minnkum við umhverfisáhrif ferðalaga?

DSC_0568.JPGLeitast var við að svara þessari spurningu á Umhverfisdegi Farfugla þann 30. október s.l.,í tilefni af 70 ára afmæli Bandalags íslenskra farfugla. Á Umhverfisdegi Farfugla var fjallað um áhrif ferðalaga á umhverfið og leiðir sem fara má til að draga úr þeim, bæði af hálfu ferðmanna og ferðaþjónustuaðila. Uppátækið var enn ein rós í hnappagat íslenskra farfugla sem hafa um langt skeið verið leiðandi í umhverfisstarfi hér á landi; með því að setja sér lifandi stefnu sem nú er 10 ára, hafa fengið Svaninn fyrir heimilið í Laugardal og eru að undirbúa Svansvottun fyrir nýtt farfuglaheimili á Vesturgötu, einnig með því að þróa Grænu farfuglaheimlin, eigið kerfi fyrir
umhverfisstarf farfuglaheimila og ýmir önnur óbein áhrif sem þau hafa haft með starfi sínu.

Lesa meira...

Þú ert við stjórnvölinn - umræður á ráðstefnu

“You are in control”, eða “Þú ert við stjórnvölinn” - “the digital revolution shakes the creative industries”, er heitið á ráðstefnu sem Icelandic Music Export hélt 23. til 24. september 2009. Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta tók að sér að leiða þar hringborðsumræður með þátttakendum um hvernig nýta megi hið starfræna umhverfi / tölvutæknina á skapandi hátt til að gera framtíðina sjálfbærari.
Fyrirsjáanlegt er að á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember 2009 verði mörkuð stefna um aukna áherslu á leiðir sem stuðla munu að sjálfbærari þróun. Spurningin er hvernig hægt er að nýta þessar breytingar sem tækifæri sér til framdráttar?
Umræður voru frjóar og skemmtilegar í “heimskaffistíl” og margvísleg ný sjónarhorn komu fram. Sérstaklega hvað varðar hugmyndir um að gera umhverfisáhrif athafna okkar sýnilegri og verðlauna þá sem standa sig þar vel, með sýnilegum hætti. Áhugavert gæti líka verið að koma upp vefjum með hugmyndum að verkefnum eða viðfangsefnum, sem stuðlað geta að aukinni sjálfbærni.

Myndina tók Hörður Sveinsson.

Upp