Náttúruríkt umhverfi í þéttbýli - lykill að góðri lýðheilsu

Lýðheilsa hefur verið talsvert til umræðu hér á landi undanfarin misseri. Í grein sem Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur skrifaði nýlega og birtist stytt í Sveitarstjórnarmálum er fjallað um tengsl lýðheilsu og skipulags og horft sérstaklega til þess hvernig hægt er að beita skipulagi til að stuðla að góðri heilsu íbúa þéttbýlis með því að bæta aðgengi að náttúrunni í sínum ólíku myndum. Sjá greinina hér.

Foreldrar og nemendur í stjórnun og starfsemi skóla

Þann 11. september 2008 var haldinn fulltrúaráðsfundur samtakanna Heimili og skóli, sem eru landssamtök foreldra grunnskólabarna. Fulltrúar víðs vegar af landinu ásamt stjórnarmönnum sóttu fundinn, sem haldinn var í Álftamýrarskóla, í tengslum við Menntaþing menntamálaráðuneytisins sem haldið var daginn eftir í Háskólabíói. Í brennidepli var ný menntastefna, sem grundvallast á nýrri löggjöf um leik-, grunn- og framhaldsskóla, auk laga um menntun og ráðningu kennara.

Lesa meira...

Borgríkið Ísland

Það má setja landfræðilegar upplýsingar fram með margvíslegum hætti og stundum geta óvenjuleg sjónarhorn verið áhugaverð. Á myndinni hér fyrir neðan hafa öll sveitarfélögin á Íslandi verið teygð og toguð þangað til flatarmál þeirra er í réttu hlutfalli við íbúafjölda. Þau fjölmennustu eru merkt á kortið til glöggvunar. Stuðst er við áætlun Hagstofunnar um fjölda íbúa sveitarfélaga þann 1. apríl 2008 en samkvæmt henni var mannfjöldi á landinu öllu 316.252. Þar sem landið er 103.000 ferkílómetrar koma 326 þúsund fermetrar í hlut hvers landsmanns. Það jafngildir ferhyrndum reit sem er 570 metrar á kant. Sjá hér PDF skjal með sömu mynd.

Sveitarfélög á Íslandi

Urriðaholt: Enn ein verðlaunatilnefning

Rammaskipulagið í Urriðaholti í Garðabæ hefur verið tilnefnt til svokallaðra Tibbalds verðlauna, sem Urban Design Group í Bretlandi hafa umsjón með. Rammaskipulagið var valið sem eitt af sex verkefnum til lokaúrslita, en það eru félagar í Urban Design Group eða skipulagshönnunarsamtökum Bretlands sem velja verkefni til úrslita. Úrslitakeppnin fer fram í London þann 17. september 2008, þar sem öll verkefnin verða kynnt. Sjá hér kynningu á Urriðaholti og öðrum verkefnum sem komust í lokaúrslit.

Þátttaka - drifkraftur breytinga

Íbúaþing eru ein þeirra aðferða sem sveitarstjórnir hafa nýtt til þess að leita eftir sjónarmiðum íbúa varðandi ýmis úrlausnarmál í störfum sínum og þá ekki síst í þeim sem oft verða hvað umdeildust en það eru skipulagsmálin. Björg Ágústsdóttir, lögfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og fyrrum bæjarstjóri í Grundarfirði flutti erindi á ráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stofnunar stjórnsýslufræða og stjórnmála við Háskóla Íslands fyrir skömmu um lýðræðið í sveitarfélögunum. Erindi sitt nefndi hún "Samráð eftir föngum" og hefur titillinn skírskotun til orðalags skipulags- og byggingarlaga. Í erindinu rakti Björg fræðilega umfjöllun um og reynslu Alta af samráði við hagsmunaaðila í verkefnum, m.a. íbúaþingum. Sveitarstjórnarmál fengu Björgu til þess að ræða þessi mál ásamt Halldóru Hreggviðsdóttur, framkvæmdastjóra Alta. Sjá hér grein í Sveitarstjórnarmálum.

Upp