Hvernig minnkum við umhverfisáhrif ferðalaga?

DSC_0568.JPGLeitast var við að svara þessari spurningu á Umhverfisdegi Farfugla þann 30. október s.l.,í tilefni af 70 ára afmæli Bandalags íslenskra farfugla. Á Umhverfisdegi Farfugla var fjallað um áhrif ferðalaga á umhverfið og leiðir sem fara má til að draga úr þeim, bæði af hálfu ferðmanna og ferðaþjónustuaðila. Uppátækið var enn ein rós í hnappagat íslenskra farfugla sem hafa um langt skeið verið leiðandi í umhverfisstarfi hér á landi; með því að setja sér lifandi stefnu sem nú er 10 ára, hafa fengið Svaninn fyrir heimilið í Laugardal og eru að undirbúa Svansvottun fyrir nýtt farfuglaheimili á Vesturgötu, einnig með því að þróa Grænu farfuglaheimlin, eigið kerfi fyrir
umhverfisstarf farfuglaheimila og ýmir önnur óbein áhrif sem þau hafa haft með starfi sínu.

Lesa meira...

Þú ert við stjórnvölinn - umræður á ráðstefnu

“You are in control”, eða “Þú ert við stjórnvölinn” - “the digital revolution shakes the creative industries”, er heitið á ráðstefnu sem Icelandic Music Export hélt 23. til 24. september 2009. Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta tók að sér að leiða þar hringborðsumræður með þátttakendum um hvernig nýta megi hið starfræna umhverfi / tölvutæknina á skapandi hátt til að gera framtíðina sjálfbærari.
Fyrirsjáanlegt er að á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn í desember 2009 verði mörkuð stefna um aukna áherslu á leiðir sem stuðla munu að sjálfbærari þróun. Spurningin er hvernig hægt er að nýta þessar breytingar sem tækifæri sér til framdráttar?
Umræður voru frjóar og skemmtilegar í “heimskaffistíl” og margvísleg ný sjónarhorn komu fram. Sérstaklega hvað varðar hugmyndir um að gera umhverfisáhrif athafna okkar sýnilegri og verðlauna þá sem standa sig þar vel, með sýnilegum hætti. Áhugavert gæti líka verið að koma upp vefjum með hugmyndum að verkefnum eða viðfangsefnum, sem stuðlað geta að aukinni sjálfbærni.

Myndina tók Hörður Sveinsson.

Lífleg samræða á umhverfisþingi

Fjölmennasta Umhverfisþing umhverfisráðuneytisins til þessa var haldið 9. og 10. október síðast liðinn með yfir 400 þátttakendur. Á þinginu var fjallað um tengsl umhverfismála við atvinnu- og efnahagslífið og raunar alla þætti samfélagsins undir merkjum sjálfbærrar þróunar. Hópur ungs fólks tók einnig virkan þátt í þinginu til að stuðla að umræðu á milli kynslóðanna um framtíðarþróun Íslands.
Í samræmi við áherslur í sjálfbærri þróun, um virkt samráð við hagsmunaaðila, lagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra áherslu á að fara nýjar leiðir á Umhverfisþinginu og nýta þekkingu og reynslu þinggesta. Því var efnt til þriggja samráðsfunda í heimskaffistíl, til að fá efnivið í stefnumörkun stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Á samráðsfundunum var leitað svara við eftirfarandi spurningum:

  • „Hvernig náum við raunverulegum árangri við uppbyggingu sjálfbærs samfélags?“
  • „Hvernig byggjum við upp öflugt og umhverfisvænt atvinnulíf?“ og
  • „Sjálfbært Ísland – hvernig komumst við þangað?

Það voru þær Birna Helgadóttir og Hulda Steingrímsdóttir ráðgjafar hjá Alta sem stýrðu samráðsfundunum. Umræður voru fjörlegar og komu margar hugmyndir fram sem nánar verður unnið úr á næstunni.

DSCF7583_250.jpg DSCF7594_250.jpg

Hvert er kolefnisspor Reykvíkinga?

umferd.jpgOg hvers vegna er munur á kolefnisspori borga? Þessar spurningar eru áhugaverðar og hafa vísindamenn reiknað út og borið saman losun nokkurrra borga, eins og sjá má í umfjöllun The Economist. Markmiðið er að greina launsir bestu borganna sem gætu nýst þeim er verr standa og þannig unnið hraðar á móti loftslagsbreytingum.

Skoðaðar voru 10 borgir sem losa allt frá 4,1 tonn CO2/einstakling í Barselóna yfir í 21,5 tonn CO2/einstakling í Denver. Genf og Prag losuðu einnig lítið en Los Angeles, Höfðaborg og Toronto voru í hópi þeirra sem losuðu afar mikið. Að baki útreikningunum eru upplýsingar um losun frá t.d. upphitun, samgöngum og sorpurðun.

Í dag losar hver íbúi í Reykjavík um 3 tonn af koldíoxíði (CO2) en það er að sjálfsögðu hitaveitan sem veldur því að losun er lítil í samanburði við aðrar borgir. Í nýsamþykktri loftslags- og loftsgæðastefnu Reykjavíkur, koma fram ný markmið um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Ef þau ná fram að ganga verður losun á hvern íbúa um 1,7 tonn koldíoxíð árið 2020 og um 0,6 tonn árið 2050. Til þess að ná fram markmiðum þurfa allir að leggjast á eitt, einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld.

Drög að aðalskipulagi Norðurþings

Drög að aðalskipulagstillögu fyrir Norðurþing hafa verið birt á vef Norðurþings og er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum þar með gefinn kostur á að kynna sér drögin og senda inn athugasemdir og ábendingar áður en gengið verður frá lokatillögu til kynningar og auglýsingar skv. skipulags- og byggingarlögum. Drögin eru sett fram í nokkrum áfangaskýrslum og hefur hluti þeirra áður verið kynntur á íbúafundum og vef sveitarfélagsins. Sjá nánar á vef Norðuþings, www.nordurthing.is

Upp