Sjónvarpsstöðin Arte í heimsókn

Hin virta fransk/þýska sjónvarpsstöð Arte er hér á landi meðal annars til að kynna sér Urriðaholt í stóru og smáu. Arte er þekkt um allan heim fyrir gæði og áherslu á listir og heimildamyndir. Sérstaka athygli hafa vakið þær áherslur á menningarmál sem fyrirhugaðar eru í Urriðaholti. Samstarfsverkefni hinna frönsku listamanna M/M og Gabríelu Friðriksdóttur er skírt dæmi þar um. Þau hafa verið að vinna að sköpun Trés sem jafnframt verður fyrsta mannvirki sem rísa mun í Urriðaholti og undirstrikar þær áherslur og nýju hugsun sem skipulagning Urriðaholts byggir á. Mikill fengur er að því að fá listamenn á borð við M/M og Gabríelu, sem skipa sér í hóp virtustu listamanna sinna þjóða í dag. Verður spennandi að fylgjast með Trénu rísa á árinu en Alta ehf hefur komið að umsjón með verkinu.

Upp