Urriðaholt í skýrslu Nordregio um sjálfbært skipulag

Út er komin skýrsla hjá Nordregio, norrænu rannsóknarstofnuninni í skipulags- og byggðamálum, með niðurstöðum rannsóknarverkefnis norrænna skipulagsyfirvalda og Nordregio, “Urban Governance, between the Gothenburg and Lisbon Strategy”. Rammaskipulag Urriðaholts var framlag Íslands í verkefninu. Markmið verkefnisins var að skilgreina þær aðstæður sem geta haft ráðandi áhrif á samkeppnishæfni og sjálfbærni borgarsvæða á Norðurlöndum. Í verkefninu voru skoðuð dæmi um árangursrík skipulagsverkefni á Norðurlöndum í þessu tilliti þar sem unnið hefur verið markvisst með landnotkun, samgöngur, byggðamynstur, staðaranda, menningarmál, umhverfismál o.fl. í því skyni að byggja upp samkeppnishæf og sjálfbær samfélög. Skýrsluna má nálgast hér.

Upp