Skemmtilegt sjónarhorn á bókasafnið í Grundarfirði og skrifstofu Alta

Félagsfræðingurinn Olaf Eigenbordt, sem er byggingaráðgjafi Humboldt háskólabókasafnsins í Berlín, heimsótti Grundarfjörð fyrir nokkrum dögum í tengslum við landsfund bókasafnsfólks, sem haldinn var í Stykkishólmi 17. til 18. september 2010. Í tilefni þess að Ísland verður heiðurgestur á bókasýningunni í Frankfurt 2011 hyggst Olaf skrifa bók um starfsemi bókasafna á Íslandi. Hann hefur því verið að viða að sér efni hérlendis og heimsótt bókasöfn víða um land. Heimsókn hans til Grundarfjarðar var liður í þeirri vinnu. Á bloggsíðu Olafs kemur fram að fyrirkomulag bókasafnsins og húsnæði þess svipi til hans áherslna við uppbyggingu bókasafna. Þarna sé bókasafnið í nánd við skólann en í sama húsnæði og félagsheimili þar sem starfsemin er fjölbreytt, slökkvistöð og útibú frá ráðgjafarfyrirtækinu Alta, sem sérhæfi sig meðal annars í ráðgjöf um samfélagsmál.

Upp