Útibúið í Grundarfirði flutt

Útibú Alta í Grundarfirði hefur flutt sig um set og er núna að Grundargötu 30, þar sem sem skrifstofur sveitarfélagsins hafa verið til húsa undanfarin ár. Á næstu vikum munu skrifstofur sveitarfélagsins flytjast í húsnæðið við Borgarbraut þar sem útibúið var áður. Á meðan er millibilsástand og hlutum komið fyrir til bráðabirgða. Allt ætti að vera komið í endanlegt horf í apríl.

Björg og Kristín Rós hlakka til að fá heimsóknir á Grundargötu 30!

Nýr starfsmaður: Þorsteinn Kári Jónsson

Þorsteinn Kári Jónsson hefur hafið störf sem sérfræðingur í samfélagsábyrgð og stefnumótun hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta. Þorsteinn hefur mastersgráðu frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn (CBS), þar sem hann lagði sérstaka áherslu á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja og sjálfbærni í fyrirtækjarekstri og tók m.a. aukagráðu í samfélagslegri frumkvöðlastarfsemi. Þorsteinn starfaði áður sem verkefnastjóri hjá Festu - miðstöð um samfélagsábyrgð og sat á vegum hennar í tækninefnd staðlaráðs við gerð ISO 26000 sem og í stjórn faghóps Stjórnvísis um samfélagslega ábyrgð fyrirtækja, þar sem hann er nú formaður. Einnig hefur Þorsteinn starfað hjá rannsóknasetri CBS um samfélagsábyrgð og kennt samfélagsábyrgð við Háskólann á Bifröst. Þorsteinn er góður liðsauki í ráðgjafahóp Alta sem aðstoðað hefur fyrirtæki við innleiðingu samfélagsábyrgðar síðan 2001.

Alta gerist aðili að Festu

Alta hefur gerst aðili að Festu og vill með því stuðla að gagnlegri og aukinni umræðu um samfélagsábyrgð.

“Samfélagsábyrgð er öflugt tæki til að vinna heildstætt að langtímasýn fyrirtækisins með hliðsjón af öllum mikilvægum málaflokkum, bæði augljósum og minna augljósum. Þetta er leiðin til að reka fyrirtæki skynsamlega.” segir Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta.

Ráðgjafafyrirtækið Alta hefur frá upphafi haft samfélagsábyrgð að leiðarljósi. Fagleg ráðgjöf með sjálfbæra þróun sem markmið og samtal við hagsmunaaðila hefur einkennt áherslur Alta og verkefni frá stofnun þess 2001. Alta hefur aðstoðað fjölmörg fyrirtæki í ráðgjöf um samfélagsábyrgð.

Á myndinni er Ketill Berg Magnússon, framkvæmdastjóri Festu og Hulda Steingrímdóttir, ráðgjafi hjá Alta.

Hvernig líður fólkinu á þínum vinnustað?

Vissir þú að inniloft hefur áhrif á heilsufar og afköst starfsfólks? Og að algengustu kvartanir vegna vinnuumhverfis tengjast innilofti og gæðum þess? Umhverfi innandyra hefur bein áhrif á einbeitingu, afköst og á vinnugleði almennt. Rannsóknir sýna að með því að auka gæði innilofts þá aukast afköst til muna.

Lesa meira...

Ný aðkoma og umgjörð um Félagsgarð í Kjós

Félagsgarður í Kjós er sérlega reisuleg bygging og hefur verið vinsælt samkomuhús, t.d. til brúðkaupa, afmæla og annarra atburða. Það er enda vel í sveit sett og státar af fallegu útsýni yfir Hvalfjörðinn.

Kjósarhreppur fékk Alta til liðs við sig til að bæta aðkomu og umgjörð félagsheimilisins til að mæta hlutverki þess betur. Tillaga Alta miðaði að því að draga fram glæsileika hússins og umgjörð þess en jafnframt að halda í karakter þess sem félagsheimilis í sveit. Áhersla var lögð á að endurnýta það efni sem hægt var, svo sem hellur og gróður og að skapa betri tengingar milli hæða á byggingunni.

Lesa meira...

Upp