MEÐ Í RÁÐUM

SKIPULAG OG
UMHVERFI

 

STEFNUMÓTUN OG SÓKNARFÆRI
GREININGAR OG KORT
VEFSJA.IS

Kortagögn um umhverfis- og skipulagsmál

 

NÝJAR  FRÉTTIR

UM OKKUR

Alta er ráðgjafarfyrirtæki sem sérhæfir sig í skipulagi og byggðaþróun, greiningu lands og búsetu, stefnumótun og verkefnisstjórnun. Starfsfólk Alta hefur mikla og þverfaglega þekkingu á þessum sviðum.

 

Við aðstoðum viðskiptavini við að ná farsælum árangri í krefjandi verkefnum og viljum vera þekkt af góðum verkum sem leiða til jákvæðra breytinga.

Þessu viljum við ná með eftirfarandi hætti:

  • Byggja ráðgjöf okkar á því að virðing fyrir verðmætum, samfélagi og umhverfi leiði til bestu lausnar fyrir viðskiptavininn

  • Vera góðir samstarfsaðilar

  • Hafa framúrskarandi starfsfólk sem hefur breiða þekkingu og áhuga á að vera drifkraftur jákvæðra breytinga í samfélaginu

Alta hefur úrvals hugbúnað og vélbúnað til að vinna skipulagsáætlanir s.s. QGIS, PostGIS, Geoserver, ArcGIS, ArcMap, AutoCAD, Google Earth Pro, Sketch Up Pro, InDesign, Illustrator og Photoshop. Skipuleg afritataka er af öllu efni.

BSI 9001 14001 logo - alta.png

Við höfum vottað gæðakerfi frá BSI skv. ISO 9001 og umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001, sem byggir á gæðakerfi og umhverfisstefnu Alta frá stofnun 2001.


Við vinnum samkvæmt stefnu Alta um samfélagsábyrgð og höfum verið aðilar að UN Global Compact síðan 2009. Við erum einnig aðilar að Samtökum um grænni byggð og Festu miðstöð um samfélagsábyrgð. Árlega birtum við samfélagsábyrgðarskýrslu okkar á vef okkar.

Festa_stoltur-adili_Red.png
Picture1-e1551453151787.png
 
 

HAFA SAMBAND

Skrifstofa Alta er í Ármúla 32 í Reykjavík. Framkvæmdastjóri er Halldóra Hreggviðsdóttir

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130            Opið: 9-17