top of page

Matarstefna

Gera mat úr auðlindum eða búa til auðlindir úr mat. Greina hvaða tækifæri eru til staðar og hvernig best er hægt að nýta þau á sjálfbæran hátt.

Til að ná árangri þarf skýra stefnu sem nýtist til áætlunargerðar og byggir á traustum upplýsingum og breiðu samráði við hagsmunaaðila. Alta býr að þeirri þekkingu, reynslu og verkfærum sem þarf til að ná árangri í byggðaþróun, við gerð skipulagsáætlana eða mótunar matarstefnu.

Matarstefna

Umhverfis- og lýðheilsuáhrif núverandi matvælakerfis hafa varpað ljósi á mikilvægi þess að hafa vandaða matarstefnu til að vinna eftir. Sveitarfélög og landshlutasamtök eru jafnframt í lykilstöðu til að vinna að því að Ísland verði leiðandi í sjálfbærri matvælaframleiðslu. 

 

Starfsfólk Alta býr yfir þekkingu, reynslu og verkfærum sem þarf til að móta matarstefnu fyrir tiltekið svæði. Markmið slíkrar stefnu er að hlúa að sjálfbærri matvælaframleiðslu, atvinnutækifærum og að heimamenn jafnt og fjarlægir markaðir fái notið afurðanna. 

 

Grundvöllur farsællar stefnumótunar eru traust gögn. Með vefsjá.is koma fram kortagögn sem nýta má við samtal ólíkra hagsmunaaðila um tækifæri sem snúa að matvælakerfi svæðis.

Fiskur - matarstefna
Ostur - matarstefna
Reykt kjöt - matarstefna
1057876.jpg

Tengd verkefni

Svæðisskipulag Snæfellsness

Stefnumótandi skipulagsgerð
og mörkun svæða

Þjónustukort Byggðastofnunar

Vefsja.is

bottom of page