
Til að tryggja að við getum áfram veitt viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu þá fylgjum við viðbragðsáætlun okkar.
Skrifstofa Alta er opin en við leitumst við að hafa hana sem öruggasta fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Fjarfundir eru okkur tamir eftir tveggja áratuga reynslu. Starfsfólki er því frjálst að vinna heima og hefur til þess nauðsynlegan útbúnað. Vinnustaðurinn er einnig þrifinn skv. þrifaáætlun og tryggt að hægt sé að halda 2 m aðskilnaði starfsfólks og gesta. Við fylgjum svo áfram leiðbeiningum okkar allra bestu sérfræðinga á vef landlæknis og covid.is
Comments