top of page

Tillögur um umhverfislistaverk kynntar



Akureyrarbær hefur auglýst til kynningar tillögur að staðsetningu umhverfislistaverka eftir ástralska listamanninn Andrew Rogers, ofan byggðar á Akureyri. Tillögurnar eru til kynningar til 4. ágúst 2006 og liggja frammi í Ráðhúsi Akureyrar og á vef Akureyrarbæjar, www.akureyri.is og er unnt að koma á framfæri athugasemdum við þær á meðan á kynningu stendur og skal þeim skilað til Akureyrarbæjar. Alta annaðist gerð kynningargagna fyrir Andrew Rogers. Sjá hér kynningargögnin. Myndin sýnir svipað listaverk eftir Andrew Rogers.

bottom of page