top of page

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál



Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur og Sigmar Metúsalemsson landfræðingur hjá Alta kynntu vinnu við aðalskipulag Norðurþings á árlegum samráðsfundi Skipulagsstofnunar og sveitarfélaga um skipulagsmál sem haldinn var í Keflavík 7. og 8. maí sl. Í aðalskipulagsvinnunni hefur verið lögð áhersla á greiningu náttúru, minja og landslags í dreifbýli sem grunn að stefnumörkun. Marmiðið er heilbrigð vistkerfi, sjálfbær auðlindanýting og fjölbreytt búsetulandslag. Einnig hefur verið lögð áhersla á að móta fallega bæjarmynd í miðbæ Húsavíkur með setningu skýrrar stefnu og skipulagsramma fyrir það svæði. Nánari upplýsingar um aðalskipulagsvinnuna í Norðurþingi er að finna á vef sveitarfélagsins, www.nordurthing.is. Glærur frá kynningunni má sjá hér.


bottom of page