top of page

Samráðsfundur um Miklatún



Reykjavíkurborg hefur áhuga á því að efla Miklatún sem sælureit í borginni. Til þess að fá góðar hugmyndir og ábendingar um það hvernig svo gæti orðið var boðað til samráðsfundar með borgarbúum þann 6. maí s.l. á Kjarvalsstöðum. Þátttaka var mjög góð því milli 80 og 90 áhugasamir borgarar ræddu hugmyndir sínar í litlum hópum og í lokin gerði hver hópur grein fyrir meginatriðum. Allgóður samhljómur var í þeim hugmyndum sem fram komu og ljóst að þátttakendum var annt um garðinn. Nánar má lesa um fundinn á vef Reykjavíkurborgar, sjá hér.

bottom of page