top of page

Umhverfisvænir fjarfundir spara mikið fé og tíma


Við hjá Alta reynum að tileinka okkur einfaldar, handhægar og umhverfisvænar leiðir til að funda, halda námskeið eða fara á ráðstefnur. Þessu hafa viðskiptavinir okkar tekið eftir og við höfum miðlað þeim af reynslu okkar enda getur verið um gríðarlegan sparnað að ræða, ekki síst fyrir sveitarfélög og fyrirtæki á landsbyggðinni. Sem dæmi má nefna að Alta hélt á dögunum námskeið um umhverfismál fyrir innkaupafólk Fljótsdalshéraðs í gegnum fjarfundatækni og tveir starfsmenn Alta, annar í Reykjavík og hinn í Boston "fóru" á ráðstefnu sem haldin var í Ohio með því að horfa á og taka þátt í umræðum á netinu. Allt sparar þetta tíma, fé, fyrirhöfn og losun á koltvísýringi. Við erum vön því að halda fundi vegna verkefna sem við erum að vinna þar sem fundarmenn eru dreifðir um landið og jafnvel heiminn. Engan sérstakan búnað þarf annan en venjulega tölvu og gott netsamband.


bottom of page