top of page

Yfirlýsing og andlitslyfting hjá G.RUNSjávarútvegsfyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf í Grundarfirði hefur sett sér skýra gæðastefnu og einn af meginþáttum hennar er að engum aukefnum er bætt í vörur fyrirtækisins. Forsvarsmenn fyrirtækisins vildu koma skýrri yfirlýsingu um þetta til skila til viðskiptavina og fengu því Alta í lið með sér til að leggja á ráðin um hvernig það yrði best gert. Þróað var sérstakt merki sem fyrirtækið setur á vörur sínar ásamt upplýsingum um fyrirtækið og starfsemi þess, nýtt útlit var hannað og útbúinn nýr vefur þar sem upplýsingar um fyrirtækið koma fram á nokkrum tungumálum. Alta átti gott samstarf við H2 hönnun um útlitið og Islingua varðandi þýðingar. Öll dýrðin var síðan kynnt á sjómannadaginn, m.a. með áberandi auglýsingum í fjölmiðlum og mæltist vel fyrir.

bottom of page