top of page

Hvert er kolefnisspor Reykvíkinga?



Og hvers vegna er munur á kolefnisspori borga? Þessar spurningar eru áhugaverðar og hafa vísindamenn reiknað út og borið saman losun nokkurrra borga, eins og sjá má í umfjöllun The Economist. Markmiðið er að greina launsir bestu borganna sem gætu nýst þeim er verr standa og þannig unnið hraðar á móti loftslagsbreytingum.

Skoðaðar voru 10 borgir sem losa allt frá 4,1 tonn CO2/einstakling í Barselóna yfir í 21,5 tonn CO2/einstakling í Denver. Genf og Prag losuðu einnig lítið en Los Angeles, Höfðaborg og Toronto voru í hópi þeirra sem losuðu afar mikið. Að baki útreikningunum eru upplýsingar um losun frá t.d. upphitun, samgöngum og sorpurðun.

Í dag losar hver íbúi í Reykjavík um 3 tonn af koldíoxíði (CO2) en það er að sjálfsögðu hitaveitan sem veldur því að losun er lítil í samanburði við aðrar borgir. Í nýsamþykktri loftslags- og loftsgæðastefnu Reykjavíkur, koma fram ný markmið um heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Ef þau ná fram að ganga verður losun á hvern íbúa um 1,7 tonn koldíoxíð árið 2020 og um 0,6 tonn árið 2050. Til þess að ná fram markmiðum þurfa allir að leggjast á eitt, einstaklingar, fyrirtæki og stjórnvöld.

bottom of page