top of page

Græna borgin í Evrópu: Reykjavík í úrslitReykjavíkurborg hefur verið valin ein af sex evrópskum borgum sem keppa til úrslita um að vera Græna borgin í Evrópu (European Green Capital) árið 2012 eða 2013. Sautján borgir í tólf Evrópuríkjum sóttu um þessa eftirsóttu viðurkenningu og nú hafa sex þeirra komist í úrslit. Mikil vinna var lögð í umsókn Reykjavíkurborgar sem unnin var af 13 vinnuhópum undir forystu Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Alta aðstoðaði umhverfis- og samgöngusvið við undirbúning og framkvæmd umsóknarvinnunnar og var ánægjulegt að sjá hve vel ritstjórn og vinnuhópar leystu starf sitt af hendi. Auk þess kom vel í ljós hve öflugt starf hefur verið unnið á sviði umhverfismála hjá Reykjavíkurborg á undanförnum árum.

Með valinu vill Evrópusambandið leggja áherslu á mikilvægi borga sem lykilaðila í umhverfismálum. Viðurkenningin er aðeins veitt borgum sem hafa sett sér metnaðarfull markmið í umhverfismálum, fylgt þeim vel eftir og verið öðrum góð fyrirmynd.

Litið er til ýmissa umhverfismála, m.a. loftslagsmála, samgangna, grænna svæða, loftgæða og úrgangsmála. Stokkhólmur ber fyrst borga titilinn Græna borg Evrópu árið 2010 og mun Hamborg taka við þeim titli árið 2011.

Alta óskar Reykjavíkurborg hjartanlega til hamingju með árangurinn!

bottom of page