top of page

Varmadæla í Vestmannaeyjum?



Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Vestmannaeyjum og HS veitur, sem reka hitaveituna þar, hafa undanfarið verið að velta fyrir sér hagnýtingu varmdælu til að afla varmaorku fyrir veituna. Alta aðstoðaði við könnun á fýsileika hugmyndarinnar. Gert er ráð fyrir því að varminn sé tekinn úr sjó og fluttur yfir í vatnsrás hitaveitunnar en nú er varminn að mestu fenginn með rafhitun. Með hagnýtingu varmadælu má minnka raforkuþörf hitaveitunnar um helming en þá er miðað við að varmaafl frá varmadælunni sé um 6 MW og um 2 MW þurfi til að knýja dæluna. Það sem mestu ræður um hagkvæmni þessarar lausnar er verðið sem greitt er fyrir raforkuna en það er núna mjög lágt þar sem um ótryggt rafmagn er að ræða. Búast má við því að raforkuverð hækki, ekki síst ef Ísland tengist meginlandi Evrópu um sæstreng. Benda má á ýmsan óbeinan hag af notkun varmadælunnar, t.d. að raforka losnar til annarra þarfa og því minni þörf fyrir virkjanir. Hjá Nýsköpunarmiðstöð eru uppi hugmyndir um víðtæka notkun varmadæla á svæðum þar sem jarðhitavatn er ekki nægilega heitt

bottom of page