Velheppnuð hugmyndasmiðja í GrindavíkSveitarstjórn Grindavíkur hélt íbúafund laugardaginn 30. október, með aðstoð Alta. Tæplega 60 heimamenn skiptust þar á skoðunum og settu fram sínar hugmyndir um hvar hjarta bæjarins lægi og hvernig miðbærinn ætti að þróast. Fundarmenn ræddu fyrst saman um miðbæinn almennt og drógu síðan fram helstu áherslur á loftmynd og kynntu. Góð stemning og vinnugleði var á hugmyndasmiðjunni. Alta fer nú yfir allar hugmyndir og í framhaldinu verða þær grunnur í frekari skipulagsvinnu á miðbæjarsvæðinu í Grindavík.

Sjá einnig hér.

#Íbúaþing #Miðbær

Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130