Alta hefur að undanförnu unnið tillögu að deiliskipulagi gömlu hafnarinnar í Vestmannaeyjum í samvinnu við umhverfis- og skipulagsráð og framkvæmda- og hafnaráð Vestmannaeyjabæjar. Deiliskipulagstillagan tekur til miðhluta hafnarsvæðisins og markar skýra framtíðarsýn fyrir uppbyggingu gömlu hafnarinnar og samspili hafnarinnar og miðbæjarins. Sett hafa verið markmið fyrir alla þá ólíku þætti sem sem þarf að samstilla til að úr verið heildstætt aðlaðandi umhverfi, sem þjónar ólíkum hagsmunahópum. Auk markmiða felur tillagan í sér stefnumótandi áherslur vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og leiðbeinandi og bindandi skilmála. Í skipulagsferlinu var umferðaflæði við Herjólfsafgreiðsluna skoðað sérstaklega í samráði við Vegagerðina, rekstaraðila og aðra þá sem eru með starfsemi á Básaskersbryggju. Alta naut aðstoðar breskra umferðarsérfræðinga hjá Alan Baxter við þróun tillagna um umferðarflæði.
Deiliskipulagstillagan var samþykkt til auglýsingar í bæjarstjórn 9. desember sl, og fer í framhaldinu í auglýsingu í samræmi við skipulags- og byggingarlög og verður aðgengileg hjá umhverfis og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar að Tangargötu 1.
Deiliskipulagstillagan er sett fram sem greinargerð, skiplaguppdráttur og skýringaruppdráttur.