top of page

Landmótun í kringum Félagsgarð í Kjós hafinFélagsgarður í Kjós, sem tekinn var í notkun árið 1946, stendur á lóð Ungmennafélagsins Drengs sem einnig stóð að uppbyggingu hans.

Félagsheimilið hefur verið vinsælt samkomuhús, t.d. til brúðkaupa, afmæla og annarra atburða enda vel í sveit sett og státar af fallegu útsýni yfir Hvalfjörðinn. Kjósarhreppur fékk Alta til liðs við sig til að bæta aðkomu og umgjörð félagsheimilisins til að mæta hlutverki þess betur.

Tillaga Alta miðaði að því að draga fram glæsileika hússins og umgjörð þess en jafnframt að halda í karakter þess sem félagsheimilis í sveit. Þá var leitast við að endurnýta það efni sem hægt var, svo sem hellur og gróður og að skapa betri tengingar milli hæða á byggingunni. Loks var lagt til að tengja hönnunina við fólkið í sveitinni og fá unga íbúa til teikna mynd af uppáhalds dýri sínu til að greypa í hellulögn við inngang byggingarinnar.

Framkvæmdir eru óðum að hefjast og verður gaman að fylgjast með breytingunum.
bottom of page