top of page

Lífsgæði með sjálfbærni í skipulagiÞetta var viðfangsefni fyrirlesturs sem Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta, hélt á opnum fundi hjá Vistbyggðaráði, þar sem viðfangsefnið var vistvæn byggð, útfrá nokkrum sjónarhornum. “Þetta var sú spurning sem við stóðum frammi fyrir í ársbyrjun 2004 við skipulag nýja hverfisins í Urriðaholti í Garðabæ.” Í þeirri vinnu var farið mjög víða og skoðað það helsta sem var að gerst í borgarskipulagi og borgarþróun, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum m.a. með tilliti til sjálfærni og gæða í byggðu samfélagi. Nú er í Urriðaholtinu kominn góður skipulagsrammi, umgjörð sem býður margvísleg tækifæri.

Halldóra fór yfir skipulagsvinnuna sjálfa og fyrstu skrefin við uppbygginguna í Urriðaholtinu, en skipulag hefur áhrif á svo margt í okkar daglega lífi, eins og heilsu og vellíðan, samfélagsgerð og þróun samfélags, hvernig til tekst við breytingar á þörfum æviskeiðs okkar, verðmæti lands, nýtingu auðlinda og innviða og síðast en ekki síst væntumþykju og virðingu fyrir umhverfinu sem við búum í. Áherslur sjálfbærrar þróunar í samhengi skipulags, felast einmitt í þessu að fara vel með auðlindir og nýta vel innviði um leið og við samþættum þessa félagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu hagsmuni samfélagsins. Um leið þurfum við að huga að lífsgæðum til langs tíma meðal annars með virku samtali við íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Sjá hér fyrirlestur Halldóru. Nánar um byggðina í Urriðaholti á www.urridaholt.is

bottom of page