Ráðstefna um sjálfbært vatnafar í byggðu umhverfi, hér einnig nefndar „blágrænar lausnir“ (vatn og gróður) „Urban Flooding – Linving with Water“ var haldin á vegum „Föreningen Vattens Södra Regionkommitté og Peter Stahres Stipendium“ , 14. - 15. mars 2012, í Malmö, Svíþjóð.
Ráðstefnan var haldin til minningar um Peter Stahres, sem starfaði sem bæjarverkfræðingur hjá Malmö borg um 30 ára skeið, en dó langt fyrir aldur fram á síðasta ári. Peter leiddi þróun í Malmö þar sem farnar voru nýjar leiðir við meðhöndlum ofanvatns frá byggð og byggðu á því að koma upp „sjálfbæru vatnafari“ í Malmö eða svokölluðu „Sustainable Urban Drainage System“ á ensku. Litið hefur verið til Malmö sem leiðandi borgar á þessu sviði á heimsvísu, einkum vegna frumkvæðis Peter Stahres og samstarfsfólks hans. Peter Stahre kom víða við og hreyf fólk með sér með brennandi áhuga sínum, jákvæðni og trú á viðfangsefninu. Hann hafði því víðtæk áhrif á fjölmarga samferðarmenn sem þarna komu saman.
Fyrirlesarar
Fyrirlesarar voru allir leiðandi aðilar á þessu sviði annað hvort í háskólum eða frá borgum sem innleitt hafa grænbláar lausnir.
Markus Antener, verkfræðingur hjá Zurich borg. „Rehabilitation of small urban rivers and flooding risk management in Zurich.“
Tom Lipton, landslagsarkitekt hjá Portland borg, Oregon USA. „Creating Healthy Cities from Now and the Future.“
Chris Jetteries, University of Abertay Dundee, Scotland. „Achieving even more Sustainable Urban Drainage.“
Johann Österberg, landslagsarkitekt og doktorsnemi. „Risk of root intrusion by tree and shrup species into sewer pipes in Swedeish urban areas.“
Maria Wiklander, verkfræðingur hjá Stadens cattensystem, Lulea tekniska universitet. „Dagvatten: Dagens problem- Morgondagens möjligheter.“
Sveinn Þórólfsson, Institutt for vann- og miljöteknikk, NTNU, Þránheimi. „Stormwater Management in Cold Climate.“
Thorbjörn Andersson, landslagsarkitekt. „In the defence of stormwater – Rain on squares and in parks, SLU/SWECO, Sweden.“
Almenn niðurstaða
Allir fyrirlesararnir voru sannfærðir um nauðsyn innleiðingar á sjálfbæru vatnafari. Þettar er það sem koma skal og brýn nauðsyn m.a. vegna loftslagsbreytinga
Mikilvægt að íbúar skilji betur umhverfið og náttúruna og líti ekki á almenningsrýmin eins og stofugólf, þar sem allt ef hreint og fágað, heldur skilji hringrás vatnsins, hvernig það fellur á götur og torg og nauðsyn þess að það sé nýtt til að lífga uppá umhverfið, en einnig kosti þess að hafa opnar lausnir í miklum rigningum eða asahlákum til að geta tekið við slíkum áföllum.
Mikilvægt sé að innleiða blágrænt sem fyrst.
Heildarsamhengið þurfi að vera skiljanlegt og allar fagstéttir þurfi að vinna saman við markvissa innleiðingu blágrænna lausna.
Nýta þurfi skipulagsáætlanir við markvissa innleiðingu blágrænna lausna – sjálfbærs vatnafars.
Einnig mikilvægt að litið sé til samnýtingar svæða þ.e. t.d. bílastæða eða stórra leikvalla sem viðtaka við vatni í flóðum t.d. 10 eða 100 ára flóðum og það þyki sjálfsagt. Til að koma í veg fyrir atstæður sem sköpðuðust t.d. í Köben veturinn 2011 - 2012.
Mikilvægt við innleiðingu blágrænna lausna að þau sem tækju við þeim „garðyrkjumennirnir“ skildu þær og viðhéldu á réttan máta.