top of page

Alta hlýtur fyrstu samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar 2012



Við hjá Alta fengum samgönguviðurkenningu Reykjavíkur 2012, sem veitt var við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.

Dómnefnd byggir val sitt á árangri og aðgerðum sem draga úr umferð bíla og einfalda fólki að nýta sér virka ferðamáta m.a. hjóla og ganga. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Alta fái viðurkenninguna þar sem þau séu langt komin með verkefni í samgönguviðmiðum Grænna skrefa í starfsemi sinni. "Í samgöngustefnu sinni leggur Alta áherslu á minni mengun, minni losun gróðurhúsalofttegunda, bætt borgarumhverfi og heilsu starfsmanna. Hjá Alta er fylgst með losun gróðurhúsalofttegunda og vistvænum og óvistvænum kílómetrum. Dregið er úr þörf fyrir samgöngur með fjarfundum og úr umhverfisáhrifum samgangna með því að sleppa nagladekkjum, nýta almenningssamgöngur og hjóla á milli staða." Alta hefur haft samgöngustefnu síðan 2006.

Alta fékk viðurkenninguna í flokki smærri fyrirtækja, Mannvit í flokki stórra fyrirtækja og Landsamtök hjólreiðamanna í flokki félagasamtaka.

Í dómnefndinni sátu Kristín Soffía Jónsdóttir, varformaður umhverfis- og samgönguráðs, Héðinn Svarfdal Björnsson, Embætti landlæknis, Jóna Hildur Bjarnadóttir, ÍSÍ og Hrönn Hrafnsdóttir, verkefnisstjóri grænna skrefa í starfsemi Reykjavíkurborgar.

Það voru Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi og Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður umhverfis- og samgönguráðs sem afhentu viðurkenninguna, en Halldóra Hreggviðsdóttir framkvæmdastjóri Alta tók við þeim fyrir okkar hönd.

Samgöngstefnu Alta má lesa hér.

bottom of page