top of page

Tillaga um miðbæ GrindavíkurAlta hefur undanfarið unnið að deiliskipulagstillögu fyrir miðbæ Grindavíkur með bæjaryfirvöldum. Meginmarkmið tillögunnar er að skapa umgjörð um lifandi miðbæ í Grindavík með blandaðri starfsemi verslunar, þjónustu og íbúða. Sérstök áhersla var lögð á að auka umferðaröryggi og gera gangandi og hjólandi vegfarendum hærra undir höfði. Tillagan byggir á stefnu um miðkjarna Grindavíkur sem unnin var eftir hugmyndum og áherslum íbúa í hugmyndasmiðju sem fram fór í Hópsskóla síðla árs 2010.

Alta hefur verið að þróa aðferðir við miðlun og kynningu skipulagsverkefna og hvernig megi gera þau aðgengilegri almenningi. Myndbandið hér fyrir neðan er liður í því, þar sem Róbert Ragnarson bæjarstjóri Grindavíkurbæjar og Heiða Aðalsteinsdóttir einn skipulagsráðgjafa tillögunnar fara yfir hana í máli og myndum. Það verður einnig birt á vef Grindavíkur www.grindavík.is.

bottom of page