top of page

Vatnajökulsþjóðgarður með VakannAlta hefur undanfarið unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að því að búa þjóðgarðinn undir þátttöku í Vakanum, sem er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Lokapunkturinn var á ferlinu var 2. maí s.l. þegar þjóðgarðurinn fékk viðurkenningu í gæðakerfi Vakans og gullmerki, þ.e. hæsta stig, í umhverfiskerfinu. Kröfur Vakans falla vel að markmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs sem eru að vernda náttúru svæðisins, gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru, menningar og sögu, fræða um náttúru, og náttúruvernd, stuðla að rannsóknum og styrkja byggð og atvinnustarfsemi í nágrenni þjóðgarðsins.

Nánar er sagt frá afhendingunni á vef þjóðgarðsins, sjá hér.

bottom of page