top of page

Tölfræði höfuðborgarsvæðisins á vef SSH



Alta hefur á undaförnum vikum aðstoðað Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu við að koma á framfæri ýmsum gögnum um húsakost og búsetu. Með þessu er reynt að gefa vísbendingar um hvort þróun sé í samræmi við stefnu nýsamþykkts svæðisskipulags fyrir höfuðborgarsvæðið. Gögn eru aðallega fengin frá Þjóðskrá og á grunni þeirra útbúin gagnvirk kort og gröf sem sýna húsakost og búsetu frá margvíslegum sjónarhornum. Hér er aðeins um fyrsta skref að ræða og aðeins sýnd gögn frá janúar 2016 en í framtíðinni verður hægt að sýna þróun frá einum tíma til annars. Sjá hér kort og gröf á vef SSH.

Með aðstoð Alta hefur SSH komið sér upp eigin gagnagrunni og landupplýsingaþjóni með því að leigja þessi kerfi af sérhæfðum hýsingaraðila erlendis. Allur hugbúnaður sem tengist þessari upplýsingaveitu er opinn og ókeypis. Má þar nefna Postgresql/PostGIS gagnagrunn, Geoserver landupplýsingaþjón og QGIS landupplýsingakerfi. Þeir sem nota landupplýsingakerfi geta tengst þjóninum og fengið upplýsingarnar til eigin nota. Um er að ræða fitjuþjónustu á slóðinni: http://ssh.gistemp.com/geoserver/wfs. Alta hefur annast allar uppsetningar á gögnum, þjónustum, gagnvirkum gröfum og vefsjám.

bottom of page