Samhliða auknum umsvifum atvinnulífs á svæðinu á næstu árum má gera ráð fyrir töluverðri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík . Til að tryggja farsæla uppbyggingingu fékk Norðurþing Alta til liðs við sig til að greina núverandi stöðu á húsnæðismarkaði og leggja fram tillögur að forgangsröðun og áherslum við uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á Húsavík.
Niðurstöður þessarar vinnu voru kynntar á kynningarfundi þann 16. júní sl. Mæting var góð og áhugaverðar umræður í kjölfarið.