Aðalskipulagsvefur í Grundarfirði

Updated: Aug 14, 2019Endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er hafin með aðstoð Alta. Opnaður hefur verið sérstakur kynningarvefur fyrir verkefnið undir vefslóðinni skipulag.grundarfjordur.is

Vefurinn er hugsaður til að auðvelda íbúum og öðrum að nálgast upplýsingar um endurskoðunina. Þar má lesa nánar um áætlunargerðina, nálgast ýmis gögn og fylgjast með framgangi vinnunnar. Í gegnum vefinn er einnig hægt að senda inn ábendingar og önnur skilaboð.

Nú er verið að leggja lokahönd á lýsingu skipulagsverkefnisins, en það er nokkurs konar „uppskrift” að verkinu sem framundan er við að móta nýtt skipulag. Lýsingin verður birt opinberlega þannig að íbúar og aðrir geti kynnt sér efni hennar og sent inn ábendingar eða athugasemdir. Lýsingin verður nánar auglýst síðar í þessum mánuði. Allar ábendingar um efni vefsins eða skipulagsmál eru vel þegnar og má senda beint í gegnum vefinn, með því að smella hér.

#Vefsíða #Aðalskipulag #Skipulag

Tölvupóstur: alta@alta.is           Sími: 582 5000          Kt. 630401-3130            Opið: 9-17