top of page

Hafnarsamkeppnin: Graeme Massie og Alta í 1. sætiVerðlaun voru veitt í samkeppni um skipulag gömlu hafnarinnar í Reykjavík föstudaginn 11. desember. Tillaga Graeme Massie og Alta varð í fyrsta sæti. Í umsókn dómnefndar segir m.a.:

Höfundar setja fram kraftmikla, myndræna og formfasta tillögu sem við nánari skoðun rúmar mikinn sveigjanleika til aðlögunar við núverandi byggð og skipulagshugmyndir. Lögð er áhersla á að göng undir hafnarmynnið losi umferð frá Geirsgötu / Mýrargötu þannig að miðbærinn fái að „fljóta“ niður að hafnarsvæðinu. Með því ná höfundar að uppfylla annað af meginmarkmiðum samkeppninnar – að styrkja tengsl miðbæjar og hafnar

Tillögunni er lýst ítarlega á sérstökum vef: http://rhofn.alta.is

bottom of page