top of page

Stafrænt skipulag - sem einfaldast!



Í nýlegri skýrslu Alta um “Þróun verklags við stafrænt skipulag” er lýst hugmyndum um hvernig haga megi innleiðingu stafræns skipulags á sem auðveldastan og einfaldastan hátt fyrir alla aðila.

Stafrænt skipulag felur í sér að skipulagsákvarðanir séu skráðar sem landupplýsingar, líkt og margt annað sem stjórnsýslan og vísindastofnanir skrá, svo sem landeignamörk, vegir, vistgerðir og friðlýst svæði.

Skýrslan var unnin með styrk frá Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. Sett var upp tilraunaútgáfa skipulagsgagnagrunns og vefsjár til að prófa hugmyndir sem settar eru fram í skýrslunni.


bottom of page