top of page

Verður Garðahverfi fyrsta verndarsvæði í byggð á Íslandi?


Alta var með kynningu á samráðsfundi Minjastofnunar um verndarsvæði í byggð, sem haldinn var þriðjudaginn 23. maí í Garðaholti í Garðabæ. Þar lýsti Herborg Árnadóttir tillögu um að Garðahverfið yrði gert að verndarsvæði í byggð, en Alta vann tillöguna fyrir Garðabæ. Erla Bil Bjarnadóttir umhverfisstjóri Garðabæjar og Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur voru einnig með kynningar um Garðahverfið á fundinum. Garðahverfið er fyrsta verndarsvæðið í byggð sem auglýst er skv. lögum nr. 87/2015 þar um.

Kynningin bar nafnið "Frá deiliskipulagi að verndarsvæði í byggð", enda var deiliskipulag Garðahverfis sem Alta vann og samþykkt var árið 2013 grunnur að tillögunni. Deiliskipulagið var á sínum tíma unnið með samþætta verndun að leiðarljósi þar sem stórmerkilegt menningarlandslag og náttúra Garðahverfisins voru lögð til grundvallar. Nú hefur einnig verið opnuð vefsíða um Garðahverfið, gardahverfi.is, þar sem finna má ýmsar upplýsingar um verndun og þróun Garðahverfisins.bottom of page