Alta tók þátt í átaki ÍSÍ “Hjólað í vinnuna” sem stóð yfir dagana 3. - 23. maí síðast liðinn. Alls tóku 450 vinnustaðir þátt í keppninni í 966 liðum með tæplega 5400 liðsmenn.
Alta endaði í fyrsta sæti af 59 keppendum í flokki 10-19 starfsmanna, en keppnin tók til 15 skráðra vinnudaga. Starfsfólk Alta, bæði í Reykjavík og Grundarfirði, hjólaði eða gekk til vinnu í að meðaltali 12 daga af 15 mögulegum. Hún Kristjana okkar Daníelsdóttir var liðsstjóri og hvatti hópinn vel áfram. Hér má sjá heildarniðurstöðu keppninnar.
Á myndinni má sjá Kristjönu ásamt Ástu Kristínu Óladóttur frá Alta taka við verðlaunum ÍSÍ í hádeginu í dag.
Við mælum eindregið með þátttöku í átaki eins og þessu; keppni sem þjappar fólki saman og hvetur til hollrar hreyfingar! Minni útblástur - meiri orka!