top of page

QGIS kaffi hjá Alta


Notkun QGIS landupplýsingahugbúnaðarins fer ört vaxandi enda er hann öflugur og vandaður, gott dæmi um vel heppnaðan opinn hugbúnað. Við hjá Alta notum QGIS nær eingöngu í okkar verkefnum, t.d. við gerð skipulagsáætlana. Notendur QGIS hafa ekki haft vettvang fyrir samtal um reynslu sína og þess vegna bjóðum við til "hittings" kl 15, fimmtudaginn 29. júní þar sem ekkert annað er á dagskrá en spjall um hvaðeina sem tengist þessum hugbúnaði og notkun hans. Væntanlega verður líka rætt hvort ástæða er til að hafa einhvern skilgreindan farveg fyrir svona spjall og þá hvers konar. Allir eru velkomnir, við erum í Ármúla 32, 3ju hæð.


bottom of page