top of page

QGIS námskeið hjá Skipulagsstofnun


Notkun á QGIS landupplýsingaforritinu breiðist hratt út meðal stofnana og sveitarfélaga enda er hér um afar vandaðan og öflugan hugbúnað að ræða. Hann má nota bæði á einfaldan hátt til að skoða kortagögn eða fyrir vinnslu og viðhald nýrra landupplýsinga. Skipulagsstofnun er ein þeirra stofnana sem hafa tekið QGIS í notkun og vilja nýta hugbúnaðinn betur. Þau fengu Árna til að halda námskeið sem skiptist á tvo morgna. Þar var farið yfir helstu grunnatriði um landupplýsingar og síðan ýmsa hagnýtingarmöguleika, svo sem að skoða gögn, tengingu við gagnaþjónustur, skráningu gagna, hnitsetningu skannaðra uppdrátta og prentun á kortum.

Sama námskeið stendur öðrum að sjálfsögðu til boða. Auðvelt er að aðlaga efnistök og áherslur að viðfangsefnum á hverjum stað. Hafið samband ef þið hafið áhuga.



Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130 

bottom of page