Eitt af því sem skoða þarf þegar aðalskipulag er endurskoðað er líkleg þróun íbúfjöldans á skipulagstímabilinu. Oft er höfð til hliðsjónar mannfjöldaspá í opinberum tölum (um 1% á landsvísu) og sú tala síðan stillt af á forsendum sem gilda í hverju sveitarfélagi og geta endurspeglað bjarstýni eða svartsýni, þó oftar það fyrra. Í spám sínum fyrir komandi skipulagstímabil halda sveitarfélögin sig býsna nærri mannfjöldaspá á landsvísu. Af þeim forsendum ræðst síðan áætlun um stærð íbúðasvæða í skipulaginu, mat á þörf fyrir þjónustu sveitarfélagsins og fleira. Raunveruleikinn er hins vegar sá að breytingar á mannfjölda eru mjög mismiklar milli ára og milli sveitarfélaga. Eðli málsins samkvæmt eru breytingarnar hlutfallslega meiri í smærri sveitarfélögum. Við reiknuðum breytingu milli ára fyrir öll sveitarfélög á árabilinu 1999 til 2017 skv. tölum Hagstofunnar og teiknuðum á gagnvirkt línurit til að gefa tilfinningu fyrir þessum breytileika. Af myndinni má ráða að þótt áætlaðar mannfjöldabreytingar yfir skipulagstímabilið þarfnist skoðunar sé breytileikinn innan tímabilsins ekki síður mikilvægt viðfangsefni.
Gagnvirku myndina má sjá hér: http://vefur.alta.is/fjolgun/