top of page

Blágrænar regnvatnslausnir - komnar til að vera


Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman við innleiðingu svokallaðra blágrænna regnvatnslausna í Reykjavík og sett af stað metnaðarfullt innleiðingarverkefni sem Alta hefur verið falið að stýra. Borgin og Veitur feta hér í fótspor fjölda annarra borga sem vilja auka seiglu þeirra til að takast á við loftslagsbreytingar, hreinsa vötn, ár og læki, auka líffræðilegan fjölbreytileika þeirra og minnka álag á veitukerfi. Síðast en ekki síst þá sýnir reynslan að þær eru hagkvæmari en þær hefðbundnu - Og grænka borgir.

Urriðaholt í Garðabæ er fyrsta hverfið þar sem blágrænar regnvatnslausnir voru innleiddar á Íslandi. Hverfið þykir eftirbreytnivert alþjóðlegt dæmi um farsæla innleiðingu þeirra - þar sem lykilatriðið er þverfagleg samvinna skipulagsfræðinga, jarðfræðinga, verkfræðinga, landslagsarkitekta, garðyrkjufólks og annarra sem koma að uppbyggingu hverfa - og síðast en ekki síst íbúa. Kauptún í Garðabæ er annað dæmi um þær blágrænu, þar sem bílastæði IKEA er gott sýnidæmi.


bottom of page