top of page

Ánægjulegum áfanga náð - Nýtt svæðisskipulag þriggja sveitarfélagaUpp úr miðjum júní 2018 tók nýtt svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar gildi. Alta veitti ráðgjöf við mótun þess og hófst sú vinna í janúar 2016. Fylgjast mátti með vinnslu áætlunarinnar á verkefnisvef og Facebook-síðu.

Með svæðisskipulaginu hafa sveitarfélögin mótað sameiginlega framtíðarsýn og sett fram markmið sem stuðla að henni. Markmiðin snúa að landbúnaði, sjávarnytjum og ferðaþjónustu og byggja m.a. á greiningu á þeim tækifærum sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins. Þannig er leitast við að takast á við áskoranir í byggðamálum um leið og miðað er að því að ganga vel um auðlindir og viðhalda sérkennum svæðisins.


bottom of page