top of page

Námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir


Endurmenntun HÍ, í samstarfi við Alta, Reykjavíkurborg, Veitur og CIRIA, heldur tvö námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir núna í haust. Á námskeiðunum verður m.a. farið í hönnun mismunandi lausna, grunnforsendur, útreikninga, mengun og öryggismál.

Annað námskeiðið er haldið 24. september en þá verður Sue Illman landslagsarkitekt og frumkvöðull í þessum málaflokki með inngangsnámskeið og 27. og 28. nóvember verða Anthony McCloy verkfræðingur og Robert Bray landslagsarkitekt með framhaldsnámskeið. Þessir kennarar hafa allir mikla reynslu af innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Bretlandi.

Alta hefur lengi verið leiðandi í ráðgjöf varðandi innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna hér á landi en þær eru sífellt að ryðja sér betur rúms hérlendis. Í dag er að finna stefnumörkun um blágrænar ofanvatnslausnir í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, í loftslagsstefnu borgarinnar, aðlögun að loftslagsbreytingum og í aðgerðaráætlun um líffræðilegan fjölbreytileika. Lykillinn að því að taka upp blágrænar ofanvatnslausnir er þverfaglegt samstarf í skipulags-, fráveitu- og umhverfismálum með aðkomu þeirra sem sjá um græn svæði og með góðri samvinnu við íbúa. Reykjavíkurborg og Veitur sem sjá um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnaí borginni telja æskilegt er að þeir sem ætla sér að starfa á þessum vettvangi í taki þessi námskeið.

Sjá einnig fréttir á vef Reykavíkurborgar og Veitna.bottom of page