top of page

Vefsjá fyrir skipulag


Alta er sífellt að þróa og betrumbæta þjónustu á sínum sérsviðum. Til að auðvelda miðlun upplýsinga um aðalskipulag hefur verið þróuð sérhæfð vefsjá þar sem fletta má upp skipulagsákvæðum fyrir öll atriði sem fram koma á skipulagsuppdrættinum, sjá skipulagsvefsjá Vestmannaeyjabæjar.

Þótt vefsjáin veiti greiðan aðgang að skipulagsákvæðum hvers reits er mikilvægt að hafa í huga að heildarmynd af stefnu aðalskipulagsins fæst aðeins með því að skoða öll skipulagsgögnin, sem að jafnaði samanstanda af greinargerð, einum eða fleiri skipulagsuppdráttum og e.t.v. þemauppdráttum.

Annað sem hafa þarf í huga er að túlkun staðsetninga og afmarkana sem fram koma á út prentuðum uppdrætti takmarkast af framsetningunni sem þar er, m.a. vegna þess að línur hafa tiltekna breidd. Á hinn bóginn er hægt að súmma inn og út í vefsjánni og skoða afmarkanirnar með meiri nákvæmni en á uppdrættinum. Túlkunin þarf alltaf að miðast við uppdráttinn.

Vefsjá af þessu tagi getur verið afar gagnlegt tæki meðan á mótun skipulagsins stendur, bæði fyrir skipulagsnefnd og almenna borgara sem vilja kynna sér tillögu í mótun.

Í vefsjánni má líka sjá afmörkun deiliskipulagsreita.bottom of page