top of page

Heimsathygli á NorðurstrandarleiðAlta óskar Markaðsstofu Norðurlands til hamingju með þá miklu athygli sem verkefnið um Norðurstrandarleið hefur vakið. Hún er árangur markvissrar þróunarvinnu og skýrrar sýnar á sérstöðu norðurstrandarinnar. Við hjá Alta hjálpuðum svolítið til með því að sjá um landupplýsingar og birtingu þeirra í innri vefsjá fyrir aðstandendur verkefnisins. Hún er hjálpartæki til að ná yfirsýn yfir innviði sem eru fyrir hendi eða bæta þarf við á fjölmörgum viðkomustöðum á leiðinni. Þar koma líka fram ýmsar aðrar upplýsingar, t.d. um náttúruvernd, landamerki ofl. Myndin er skjáskot af hluta vefsjárinnar.


bottom of page