top of page

Sérstök vernd í vefsjá Alta



Smám saman bætast upplýsingar inn í vefsjána okkar, www.vefsja.is, nú síðast afmörkun svæða sem njóta verndar skv. 61. grein laga um náttúruvernd. Það eru t.d. nútímahraun, sjávarfitjar, leirur og votlendi. Gögnin um afmörkun þessara svæða koma frá Náttúrufræðistofnun Íslands en stofnunin miðlar sömu gögnum í eigin vefsjá, http://serstokvernd.ni.is. Okkur þykir mikilvægt að sjá þessi gögn Náttúrufræðistofnunar í samhengi við ýmislegt annað sem varðar skipulags- og umhverfismál og þess vegna eru fjöldamörg gagnsett úr ólíkum áttum sem tengjast þessum málefnum í vefsjánni okkar.

Við vonum að þetta nýtist vel þeim sem þurfa að glöggva sig á landinu okkar.


bottom of page