Við leitum að áhugasömu fólki í öflugan ráðgjafahóp Alta, sem fæst við fjölbreytt, krefjandi, skemmtileg og þverfagleg verkefni.

Verkefni Alta snúa að þróun og hönnun byggðar, bæja og borga, gerð svæðis-, aðal-, ramma- og deiliskipulags, verndaráætlana, loftslagsmálum, náttúrumiðuðum lausnum, blágrænum innviðum, umhverfismati áætlana og framkvæmda, greiningum og notkun landupplýsinga, stefnumótun og samráði.
Við leitum að umsækjendum sem hafa:
Háskólamenntun með framhaldsgráðu.
Forvitni og frumkvæði.
Áhuga á að takast á við fjölbreytt verkefni og kynna sér nýjungar.
Getu til að vinna úr fjölbreyttum sjónarmiðum og setja í samhengi.
Starfsreynsla við tengd verkefni er æskileg.
Frekari upplýsingar veitir Halldóra Hreggviðsdóttir, framkvæmdastjóri Alta, á halldora@alta.is
Umsóknarfrestur er til og með 5. desember.
Umsóknum skal skilað á starf@alta.is
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Comentarios