top of page

Endurskoðað aðalskipulag

Updated: May 14, 2020

Nýlega var staðfest endurskoðað aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps á Snæfellsnesi. Nýja skipulagið endurspeglar aukinn áhuga heimamanna á t.d. ferðaþjónustu og skógrækt þótt hefðbundinn landbúnaður verði áfram kjarninn í atvinnustarfsemi í sveitarfélaginu. Við mótun skipulagsins nýttist vel miðlun skipulagstillögunnar til íbúa í vefsjá meðan hún var í vinnslu. Þannig gátu landeigendur skoðað tillöguna heima og áttað sig á afmörkunum, borið saman við loftmynd og komið á framfæri ábendingum ef eitthvað mátti betur fara.

Eins og víðar er áhugi á hagnýtingu vindorku og var hún skoðuð sérstaklega án þess að stefna væri mörkuð um tiltekna staði þar sem slík orkuvinnsla gæti farið fram.


.


Comments


bottom of page