Þann 24. febrúar síðastliðinn voru fimm ný verndarsvæði í byggð staðfest af Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Eitt af þeim er Framdalurinn í Skorradal, einstakt svæði, en við hjá Alta aðstoðuðum Skorradalshrepp við gerð tillögunar. Verndarsvæði í byggð eru afmörkuð svæði með sögulegt gildi þar sem ákveðið hefur verið að stuðla að vernd og varðveislu byggðar. Önnur staðfest verndarsvæði í byggð sem Alta hefur komið að eru í Garðahverfi í Garðabæ og Flatey á Breiðafirði.
Framdalurinn, sem er innsti hluti Skorradals, er falin perla úr alfaraleið þar sem varðveisla menningarlandslags frá 19. og 20. öld er einstaklega góð. Saga framdalsins er löng og hana má m.a. lesa úr fjölda fornminja á svæðinu. Þessa sögu má lesa úr svipmóti staðarins, heimatúnum bæjanna og samhengi þeirra við umhverfið sem birtist m.a. í fornum þjóðleiðum sem tengja framdalinn við umheiminn.
Auk framdalsins voru einnig samþykkt sem verndarsvæði í byggð; gamli bæjarhlutinn á Sauðárkróki, vesturhluti Víkur í Mýrdal, Þórkötlustaðahverfi í Grindavík og bæjarhlutarnir Plássið og Sandurinn á Hofsósi í Skagafirði. Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins.
Comments