Grundarfjörður breikkar nú göngusvæðin og bætir götutengingar svo bærinn verði gönguvænni og öruggari fyrir vegfarendur. Gróðursvæðum er bætt við bæjarumhverfið, svo það verði hlýlegra, en samhliða eru grænu svæðin þannig úr garði gerð að þau taki við regnvatni og álagi þannig létt af holræsakerfi bæjarins. Blágrænar ofanvatnslausnir í raun. Ávinningur blágrænna ofanvatnslausna er margþættur; þær auka umhverfisgæði, styðja við líffræðilegan fjölbreytileika, bæta gæði vatns og draga úr vatnsmagni í fráveitunni. Sjá nánar hér í frétt frá Grundarfirði.
Þessar breytingar byggja á stefnu í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar sem Alta aðstoðaði Grundarfjarðarbæ með, þar sem stefnan var skýr um að gera Grundarfjörð grænni og gönguvænni en um leið sjálfbærari með innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna. Alta hefur einnig aðstoðað við innleiðingu blágrænu ofanvatnslausnanna.
Þess má einnig geta að Herborg Árnadóttir, hjá Alta vann þessa fínu stemningsmynd af gönguvænum og grænum Grundarfirði og blágrænu regnvatnsbeði við gatnamót Borgarbrautar og Grundargötu.
Comentarios