top of page

Innleiðing blágrænna ofanvatnslausna

Updated: Jan 21, 2021

Reykjavíkurborg og Veitur hafa tekið höndum saman við innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Reykjavík. Alta hefur aðstoðað m.a. með gerð leiðbeininga um innleiðingu og hönnun og umsjón með greiningum og víðtækri fræðslu og námskeiðshaldi fyrir starfsfólk og sérfræðinga til að tryggja farsæla innleiðingu á þessu mikilvæga verkefni. Innleiðingin slær tvær flugur í einu höggi, eykur seiglu borgararinnar gagnvart loftslagsbreytingum um leið og við styrkjum vistkerfi borgarinnar, hún verður gróðurríkari og heilsuvænni og ofanvatnið hreinna. Rammi um innleiðinguna er þegar lagður í Aðalskipulagi Reykjavíkur.

Með blágrænum ofanvatnslausnum eru náttúrulegir ferlar notaðir við meðhöndlun rigningarvatns í þéttbýli. Notkun þeirra hefur færst í vöxt víða um heim á síðustu áratugum. Ávinningur blágrænna ofanvatnalausna er margþættur, s.s. hreinna ofanvatn, grænna umhverfi, aukinn líffræðilegur fjölbreytileiki í byggðinni og lægri viðhaldskostnaður. Þær auka einnig seiglu byggðar vegna loftslagsbreytinga.Fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar og Veitna, sérfræðinga og verktaka, sem

koma að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna, með gátlistum fyrir hvert innleiðingarstig frá skipulagi og hönnun yfir í framkvæmd, viðhald og rekstur.


III. Ítarleg upplýsingablöð um tæknilegar útfærslur á mismunandi ofanvatnslausnum

Gefin hafa verið út upplýsingablöð um regnbeð, regnvatnslautir og gegndræp yfirborðsefni.
Við vonum að leiðbeiningarnar hjálpi ykkur við að kynnast og skilja blágrænu ofanvatnslausnirnar sem lið í að grænka byggðirnar okkar og lifa í betri sátt við umhverfið.

Comments


bottom of page