top of page

Kirkjufellsfoss - Uppbygging áningarstaðar

Kirkjufellsfoss, með Kirkjufellið í baksýn, er einn vinsælasti viðkomustaður á Snæfellsnesi og einn mest myndaði ferðamannastaðurinn. Fyrirliggjandi aðstaða annaði ekki gestafjölda, svo verulega sá á svæðinu. Alta skipulagði uppbyggingu áningarstaðarins og vann fyrir hann deiliskipulag. Áhersla var lögð á að skapa umgjörð, sem viðheldur aðdráttarafli Kirkjufellsfossins og svæðinu í kring og dregur úr álagi, en tryggir um leið sjónlínu að Kirkjufellinu og öryggi gesta.


Comments


bottom of page