top of page

Lýðheilsa í landsskipulagsstefnu

Ný samantekt um tengsl skipulags og lýðheilsu.

Lýðheilsa er eitt af lykilviðfangsefnum nýs viðauka við landsskipulagsstefnu sem Skipulagsstofnun vinnur nú að.


Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta hefur unnið samantekt um lýðheilsu og skipulag sem nýtt verður sem efniviður fyrir nýja viðaukan. Í samantektinni er m.a. dregnar fram nýlegar heimildir um náin tengsl umhverfis, skipulags og lýðheilsu og fjallað er um hvernig tilteknar skipulagsáherslur geta skapað umhverfi sem hvetur til hollra lifnaðarhátta og styður við andlega, félagslega og líkamlega heilsu. Þá setur hún einnig fram tillögur að áherslum í landsskipulagsstefnu sem eflt geta lýðheilsu á landinu öllu.


Landskipulagsstefna snýr að skipulagsmálum á landsvísu, en nýr viðauki við stefnuna mun fjalla um loftslag, landslag og lýðheilsu. Samantektin er hluti af margvíslegum forsendu- og greiningarverkefnum sem Skipulagstofnun mun nýta við gerð nýja viðaukans. Virkilega gaman verður að fylgjast með áframhaldandi mótun stefnunnar, enda eru viðfangsefnin mikilvæg og koma okkur öllum við.


Comments


bottom of page