top of page

Leitum að nýju fólki!

Alta leitar að ráðgjafa á sviði skipulagsmála


Við hjá Alta leitum að góðum liðsmanni með sérþekkingu í skipulagsmálum. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Þau snúast um byggðaþróun, bæjarhönnun, skipulag verndarsvæða og gerð skipulagsáætlana frá svæðisskipulögum yfir í deiliskipulög. Jafnframt vinnum við umhverfismat áætlana og framkvæmda og sjáum um samráð við hagsmunaaðila.

Við leitum að áhugasömum einstaklingi sem hefur víða sýn og metnað til að ná frábærum árangri.


Hæfniskröfur:

  • Háskólamenntun sem tengist viðfangsefnunum, t.d. á sviði skipulags, borgarhönnunar, arkitektúrs, landfræði eða landslagsarkitektúrs

  • Forvitni, áhugi og frumkvæði

  • Áhugi á að takast á við fjölbreytt verkefni og kynna sér nýjungar

  • Geta til að vinna úr fjölbreyttum sjónarmiðum og setja í samhengi

  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð

  • Góð ritfærni

  • Starfsreynsla á sviði skipulagsmála er æskileg

Sendu okkur umsókn eða fyrirspurn á netfangið starf@alta.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. september næstkomandi.Comments


bottom of page